Brautalamir
Avocet brautalamirnar eru allar úr SS304 ryðfríu stáli og hafa staðist kröfur samkvæmt : MOAT No.1: 1974 UEAtc “Directive for the Assessments for Windows”. Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins hefur farið yfir þær prófanir og hefur samþykkt notkun þeirra við íslenskar aðstæður (prófun Nr.H02/79) í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
Avocet brautalamirnar eru til fyrir topphengd og hliðarhengd fög. Þær eru fyrir mjög algengt úrtak, 16 x 5.5 mm úrtak í karmi og 16 x 2.5 mm í falsi. Bil milli karms og fals þarf að vera 6 mm.
Topphengdu brautalamirnar eru með barnaöryggi í 12”, 16”, 20” og 24” stærðum.
Hliðarhengdu brautalamirnar henta mjög vel fyrir neyðarútganga þar sem þær koma í svokallaðri “EGRESS” útgáfu og opnast beint í 90°. Einnig er hægt að nota hliðarhengdar lamir í topphengd fög ef óskað er eftir að fag lækki ekki niður við opnun.
Nánari tækniupplýsingar um Avocet brautalamirnar er að finna í bæklingi.